top of page

Sviðsmyndahelgi 2025

Helgina 26.-28. október var sviðsmyndahelgi listó! Við byrjuðum á föstudaginn á að hreinsa sviðið í bláa sal, dúkaleggja og undirbúa fyrir helgina. Síðan á laugardeginum mættu allir eldsnemma og við parketlögðum sviðið. Sviðsmynda undirnefndin, leikhópur og nefnd voru uppi í skóla fram á kvöld og við hjálpuðumst öll að á að koma sviðsmyndinni upp. Á laugardeginum fengum við okkur pizzu saman. Á sunnudaginn mættum við og byrjuðum að veggfóðra og mála veggina. Í hádeginu fórum við öll saman í Ikea og vorum fram á kvöld að vinna að sviðsmyndinni. Helgin einkenndist af samveru, samvinnu, hlátri og skemmtilegum leikjum. Það mætti jafnvel segja að við settum blóð, svita og tárum í þetta verkefni. Þetta var fullkomið hópefli fyrir hópinn og ótrúlega gaman fyrir leikhóp að vera byrjuð að æfa í sviðsmyndinni núna þar sem það er minna en mánuður í frumsýningu!




Comments


bottom of page